Veður: 12,4°/21,8° úrkoma 3 mm. Skýjaslæðan talsvert götótt í dag, þannig að sólin fékk að sýna sig af og til.
Bóndabaunirnar eru orðnar fullþroskaðar, svo ég byrjaði í morgun a‘ tína þær af plöntunum, þegar ég byrjaði verkið var hugmyndin að nota tvo daga í þetta, en endirinn varð sá að nú eru baunirnar allar komnar í hús. Það sem varð til að breyta upphaflegri áætlun minni var að Þórunn var búin að lofa Mathild grannkonu okkar að fara með hana í verslunarleiðangur, því bóndi hennar er mjög tregur til að fara í slíkar ferðir með sína konu. En Mathild er boðin í brúðkaupsveislu í ágúst í sumar og segist ekki eiga neina nothæfa spjör til að fara í. Eftir hádegi í dag kom svo Mathild nýkomin úr hárgreiðslu til að athuga hvort Þórunn væri til í að fara í leiðangurinn í dag, jú mín kona var alveg til í það, sem þíddi að ég var þá orðinn einn heima, svo ég notaði tímann til að ljúka við að ná baununum inn. Í þessari ferð þeirra fann Mathild engaflík sem henni líkað, það læðist að mér sá grunur að hún sé búin að ákveða að láta sauma á sig fyrir veisluna.
Hér eru baunirnar enn á plöntunum.
Baunabelgir áður en baunirnar eru teknar úr þeim.
Gæti hugsast að það hafi verið bóndabaun í rúmi prinsessunnar í ævintýrinu forðum.
1 ummæli:
Það er aldeilis fín uppskeran hjá ykkur. Já, er ekki mjög líklegt að þarna sé einmitt komin baunin komin sem þjakaði prinsessuna.
Kær kveðja,
Skrifa ummæli