12 maí 2008

Verklok.

Veður: 14°/20,1° Alskýjað fram undir kvöld en þá fékk sólin að sýna sig.

Þá er komið að lokakafla sögunnar um hekkið á veröndinni. Þegar ég byrjaði í morgunn við að fjarlægja trén sem eftir voru var hugmyndin að fella bara tvö þeirra í dag og hin tvö svo á morgunn. Semsagt þetta átti bara að vinnast í rólegheitum, enda ekkert sem rak á eftir með að koma þessu frá, en leikar fóru þannig að klukkan 12,30 var búið að fella öll fjögur trén og saga þau niður í brenni. Manúel nágranni okkar hjálpaði mér við að ná upp síðasta trénu, enda var það sverast og erfiðast viðureignar, svo það kom sér vel að fá Manúel til aðstoðar með járnkarlinn sinn. Þegar búið var að ná upp öllum trjánum sótti Manúel keðjusögina sína og bútaði trén niður í brenni. Nú er bara eftir að mála vegginn sem trén stóðu við og húsgaflinn.

Trén orðin að brenni Búið að búta trén niður í brenni.

28 cm. þvermál Sverasti stofninn var orðinn 28 cm. í þvermál niður við rót.

Verkinu lokið Búið að þrífa og ganga frá, næst er að mála.

Engin ummæli: