Veður: 10,7°/23,7° úrkoma 4 mm. Hálfskýjað.
Ég var svolítið í bændaleik í dag, það eru góðar aðstæður til að reita arfa núna, því moldin er vel rök eftir rigninguna undanfarið og þá er auðveldara að ná arfanum upp með rótum. Það lítur vel út með sprettu á lauknum í ár og stærstu laukarnir eru nú þegar orðnir nógu stórir til að nota þá í matinn, þó enn vanti einn til tvo mánuði upp á að hann sé allur fullvaxinn. Það er auðvelt að vita hvenær laukurinn er fullvaxinn, því blöðin á honum leggjast út af og þorna þegar hann er fullvaxinn hvort sem hann er orðinn stór eða ekki, það virðist vera tímalengd en ekki stærð lauksins sem stjórnar þar um.Læt fylgja hér með myndir af laukbeðinu og lauknum eins og hann lítur út í dag. Ef ég man, þá birti ég mynd af lauknum þegar hann er fullvaxinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli