29 maí 2008

Vorhreingerning

Veður:13°/22° úrkoma 18mm.Alskýjað í dag og dálítil rigning síðdegis og það hefur verið talsverð rigning síðastliðna nótt.

Við fórum í gönguferð niður við sjó í dag, þó ekki væri sól, en það var samt frískandi að anda að sér sjávarloftinu. Nú stendur yfir vorhreingerning í fjörunni, sem felst í að færa til mörg hundruð tonna af sandi sem hafa fokið yfir göngubrautir í fjörukambinum í vetur, eins og undanfarna vetur.

2008-05-29 Barra 002 Hér er stór vinnuvél að moka sandi frá göngubrautinni.

Engin ummæli: