11 maí 2008

Rætur

Veður: 9,7°/25,8° hálfskýjað.

Ég er búinn að vera velta vöngum yfir hvernig ræturnar á trjánum sem voru hér sem hekk á veröndinni litu út. Oft hef ég séð þar sem trjám er plantað við gangstéttir að rætur trjánna ná að lyfta gangstéttunum, svo þ´r verða ósléttar yfirferðar. Ég hef hálft í hvoru búist við að sjá eitthvað slíkt gerast hér á veröndinni og jafnvel í versta tilfelli að húsið færi að fara nær himninum, en sem betur fer hefur ekkert af þessu gerst hér og þessar vangaveltur sanna bara að maður er alltaf að gera sér áhyggjur að þarflausu. Í dag stóðst ég ekki lengur mátið að kanna rótarkerfi þessara trjáa á veröndinni, svo ég ákvað að grafa niður með einu þeirra til að kanna málið og það kom mér verulega á óvart hvað rótarkerfið var veikt og lítilfjörlegt. Ræturnar voru bara frá einum til þriggja sentímetra í þvermál og frekar stökkar, svo það var ekki mikið verk að höggva þær eða klippa í sundur og þó þetta ætti bara að vera smákönnun á aðstæðum gat ég ekki hætt fyrr en tvö tré voru búin að missa fótfestuna, eða réttar sagt rótfestuna og liggja nú flöt á veröndinni og þau fjögur sem eftir eru fara væntanlega sömu leið á morgunn.

Rætur á hekkinu Svona litu ræturnar út.

Engin ummæli: