18 maí 2008

Duro áin

Það er liðið ár frá því við fórum í siglingu á Duro ánni og fannst þá það sem við sáum frá bátnum vera mjög fallegt, brattar skógivaxnar hlíðar og sum staðar vínekrur. Síðan þessi ferð var farin hefur alltaf staðið til að aka meðfram áni á þessum slóðum og í gær var látið verða af því að fara þessa ferð og það verður að segjast að landslagið er ekki síður hrífandi séð frá veginum, en frá ánni sjálfri. Við ákváðum að aka upp með ánni, sem þíðir að aka á norðurbakka árinnar. Þar sem við komum að ánni er gríðarlegt minnismerki til minningar um fólk sem fórst þarna þegar brú sem þarna er gaf sig í flóðum og rúta með um fimmtíu manns steyptist í fljótið og enginn komst lífs af. Nú er búið að gera við þessa brú og jafnframt að byggja nýja brú við hlið gömlu brúarinnar.

Það er fremur þétt byggð þarna á árbakkanum, eða réttara sagt í nágrenni við ána, þá það sjáist ekki þegar siglt er eftir ánni. Mikið af húsum sem við sáum er byggt úr graníti, enda nóg af því byggingarefni á þessum slóðum.

Það er svo erfitt að lýsa landslagi og fólk upplifir líka misjafnlega það sem það sér, svo ég set nokkrar myndir með þessum pistli, svo hver og einn geti upplifað það sem fyrir augu bar á sinn hátt.

Vínekra við Duro Vínekra við ána.

DSC05813 Dæmigert hvernig áin bugðast milli hæðanna.

Nikið byggt úr graníti við Duro ána Hús byggð úr graníti.

Engin ummæli: