07 maí 2008

Klipping.

Veður: 9,9°/26° alskýjað í morgunn og nokkrir regndropar eftir hádegi, en orðið léttskýjað um kaffileitið.

Verkefni dagsins var að lækka hekkið á veröndinni, þó ég klippi reglulega ofan af því tekst því með einhverju móti að mjaka sér upp á við, þar til grípa verður til rótækra ráðstafana og ráðast að því með sterkum klippum og sög að vopni. Ég veit ekki hvort það er að koma að því að það þurfi að endurnýja þessi tré, en það eru farin að koma blettir í það sem eru með dauðum greinum. Ætli ég reyni ekki að taka hressilega utan af því næsta haust og sjá hvort það hressist við slíka aðgerð.

2008-05-07 Hekk 001 Fyrir klippingu.

2008-05-07 Hekk 004 Verkið hálfnað.

2008-05-07 Hekk 005 Klippingunni lokið, svo nú getur hekkið farið að mjaka sér upp á við á ný.

Engin ummæli: