09 desember 2008

Garðurinn í jólafötin.

Veður: 5,5/14,3° léttskýjað og smávegis golukaldi.

Þórunn hafði lokið við að ganga frá jólakortunum, svo við fórum með kortin á póst. Nú fyrst við vorum á annað borð komin af bæ héldum við áfram til Aveiro og byrjuðum á að fá okkur að borða þar og á eftir keyptum við sitt lítið af hverju sem heimilið vanhagaði um.

Síðdegis unnum við í garðinum, það má eiginlega kalla það jólatiltekt. Trén sem ekki eru sígræn eru búin að losa sig við allt laufið, svo það þurfti að fjarlægja það og til þess notaði ég sláttuvélina, það er svo ljómandi gott að nota hana sem ryksugu í þessu tilfelli. Þórunn klippti niður rósirnar og snyrti ýmislegt annað í leiðinni. Svo nú myndi ég segja að garðurinn væri kominn í jólabúninginn sinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

You could easily be making money online in the underground world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat download[/URL], You are far from alone if you don't know what blackhat is. Blackhat marketing uses alternative or little-understood avenues to produce an income online.