Veður: 7,9/15,5° úrkoma 1,4 mm hálfskýjað, góðar sólarstundir.
Það var kærkomið að fá þurrt og bjart veður í dag eftir rigningu undanfarinna daga. Ég dreif mig út í garð eftir hádegið til að spjalla svolítið við arfann. Eftir arfatínsluna fékk ég mér gönguferð að ánni okkar til að sjá hvort hún væri ekki góð með sig eftir rigninguna, jú það bar ekki á öðru hún var bara nokkuð góð með sig, eins og sjá má á þessari mynd.
Hún Mathild grannkona okkar færði mér í morgunn þessar falllegu orkídeur í tilefni afmælis míns í síðustu viku. Þetta eru blóm sem hún ræktar sjálf. Skíringin á að hún færði mér blómin viku eftir afmæli var sú að hún hafði skrifað afmælisdaginn minn hjá sér til að muna nú örugglega eftir honum en láðist svo að líta á minnismiðann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli