10/15,2 ú 6,9mm. Þokuloft í morgunn, að mestu skýjað í dag, en sá þó til sólar.
Það óvænta skeði hér í morgunn að maðurinn sem lofaði að koma og stilla af sjónvarpsdiskinn mætti og það sem meira var hann kom á réttum tíma. Hann var alls í þrjá tíma að vinna við að stilla diskinn af og ná inn stöðvunum á móttakarann. Hann virtist vandvirkur og vilja gera þetta vel Nafn hans er Manuel Augusto.
Hér er Manuel og aðstoðarmaður hans að stilla diskinn.
Hér hefur leikurinn borist inn og verið er að ná inn stöðvum á tækið.
Heimsóttum GraÇa síðdegis.
4/1/9 sunnudagur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli