03 janúar 2009

Óvænt.

10/15,2 ú 6,9mm. Þokuloft í morgunn, að mestu skýjað í dag, en sá þó til sólar.

Það óvænta skeði hér í morgunn að maðurinn sem lofaði að koma og stilla af sjónvarpsdiskinn mætti og það sem meira var hann kom á réttum tíma. Hann var alls í þrjá tíma að vinna við að stilla diskinn af og ná inn stöðvunum á móttakarann. Hann virtist vandvirkur og vilja gera þetta vel Nafn hans er Manuel Augusto.

clip_image002

Hér er Manuel og aðstoðarmaður hans að stilla diskinn.

clip_image004

Hér hefur leikurinn borist inn og verið er að ná inn stöðvum á tækið.

Heimsóttum GraÇa síðdegis.

4/1/9 sunnudagur.

Engin ummæli: