14 janúar 2009

Teygðar og togaðar mínútur.

Veður: -0,8/12° Skýjað, virðist vera að undirbúa rigningu.

Teygðar mínútur, mínútu mælikvarðinn er ansi teygjanlegur hér í landi fimm til tíu mínútur eru að lágmarki hálftími til klukkustund og í verstu tilfellum heill dagur eða jafnvel meira. Ég fékk smá sýnishorn af þessu í dag þegar ég fór með skó í viðgerð til skósmiðsins hér í Albergaria. Jú þeir áttu að vera tilbúnir síðdegis, svo það virtist henta vel að fara í verslunarferð til Aveiro á meðan gert væri við skóna, þegar við komum til baka og vitjuðum um skóna var verið að vinna við þá og bara fimm mínútur þar til verkinu væri að fullu lokið. Við sögðumst bara skreppa á kaffihús á meðan við biðum, en þó við gæfum okkur góðan tíma til að drekka úr kaffibollunum máttum við bíða góða stund eftir að vinnunni við skóna væri lokið. Þetta voru bara dæmigerðar fimm mínútur hér í landi og ekkert sem kom á óvart. En það sem mestu máli skiptir að skórnir eru komnir með nýja hæla og verkið virðist vera mjög vel unnið og ekki er möglegt að mögla yfir verðinu á vinnunni 7€ takk.

Engin ummæli: