08 janúar 2009

Skrifræði að hopa?

Veður: -3,5/8,3° léttskýjað.

Við erum búin að vera með áskrift að sjónvarpi í gegnum gervihnött í rúm tvö ár, en höfum sama og ekkert horft á það efni sem þarna er í boði, svo við ákváðum að fara í dag og segja þessari áskrift upp. Við vorum áður búin að ganga í gegnum þetta ferli hjá þessu sama fyrirtæki þegar við sögðum upp áskrift hjá þeim og þá var þetta heilmikið mál að losna úr áskrift frá þeim. Það var ekki hægt að ganga frá því á sömu skrifstofu og maður gerðist áskrifandi, nei það varð annaðhvort að mæta á aðalskrifstofu fyrirtækisins sem þá var í 60km. Fjarlægð héðan, eða senda fax á þessa sömu aðalskrifstofu. Svo að fenginni reynslu reiknuðum við með að vera rekin öfug til baka, því kom það skemmtilega á óvart að eftir að vera búin að svara ´ví hvers vegna við vildum hætta áskriftinni var gengið frá málinu á staðnum án nokkurra málalenginga. Þetta litla atvik vekur vonir um að skrifræðið sem hefur verið allsráðandi hér og er verulegur dragbítur í þjóðfélaginu sé aðeins að gefa eftir.

Engin ummæli: