08 janúar 2009

Mistök.

Veður: -1,5/10,3° léttskýjað.

Það er mjög mikilvægt fyrir sjónskerta að hafa allt í röð og reglu og hvern hlut á sínum stað, því það getur orðið erfitt að finna hluti, því þeir greinast illi í þokunni sem fylgir sjónskerðingunni. Ég geri hvað ég get til að hafa hvern hlut á sínum stað og þar með talið að raða skónum snyrtilega og að rétt pör séu saman. Eitthvað hefur mér samt brugðist bogalistin með þetta í gær, því þegar ég mætti Þórunni hér úti á verönd í gær spurði hún mig hvort ég vissi að skórnir sem ég var í væru af sitt hvorri gerðinni, nei um það hafði ég auðvitað ekki hugmynd, en þegar ég leit niður á tærnar á mér sá ég að svo var, enda er hún Þórunn mín ekki vön að vera að fleibra með neina vitleysu.

001

Svona var fótabúnaðurinn þegar að var gáð.

 

1 ummæli:

lorýa sagði...

thihi, þetta getur komið fyrir besta fólk. mamma mín hringdi einhvertíma í karlinn sinn í skólann, hann var kennari og og skipaði honum að horfa niður á tærnar á sér. svo heyrðist ógurlegur hlátur í hinum enda símans...