Veður: 0,3/11,7 úrkoma 1,4mm. Fram á miðjan dag var þokumóða í lofti, sem sólargeislum tókst að smjúga í gegnum af og til, en eftir kaffi var smávegis rigningarúði.
Ætli það sé ekki hækkandi sól sem hefur þau áhrif að í dag fannst mér vera kominn tími til að fara að gera eitthvað í garðinum. Ég setti safnhaugamold í spildu sem ég fór svo með tætarann yfir til að blanda moldinni saman, í þessa spildu er svo meiningin að setja bóndabaunir. Einnig losaði ég um moldina í kring un rósirnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli