30 júní 2007
Grautarskóli
Inga og Ingólfur Björn skokkuðu i morgunn á meðan var Ingólfur Páll í grautarskóla hj´´a Afa sínum. Hann var áhugasamur nemandi að læra hvernig á að bera sig að við að elda grjónagraut úr hýðisgrjónum. Þetta tókst vel hjá okkur frændunum ef marka má viðtökurnar sem grauturinn fékk. Síðdegið var notað til að skoða Aveiro og fara í búðir. Eftir því sem þau segja er ótrúlegur verðmunur á fatnaði hér og á Íslandi.
29 júní 2007
Ferðalag
Bjarta veðrið í dag notuðum við til að fara með okkar fólki hring um Estrela, eða Stjörnufjöll. Þetta er skemmtilegt ferðalag, því landslagið er fjölbreytt, berir klettar,landslag eins og maður gæti ímyndað sér á tunglinu, svo eru vín og ólífuræktarhéruð.
Þessa mynd hér fyrir neðan tók ég í ferðinni í dag af íbúa stjörnufjalla, sem ég held að sé ekkert á förum af fjallinu á næstu dögum.
28 júní 2007
Hlaupið, Hjólað
Við erum búin að njóta þess að vera með Ingu Dóttur minni og Ingólfunum í dag. Inga og Ingólfur stunda hlaup af miklum krafti og eftir morgunkaffi fórum þau að hlaupa og við fórum með þeim, en ekki á tveim jafnfljótum, nei við völdum auðveldari leið og fylgdum þeim eftir á hjólunum ásamt Ingólfi Páli. Ég reyni að setja inn mynd sem tekin var við þetta tækifæri.
Síðdegis fórum við svo me þeim í ökutúr til að sýna þeim nágrennið. það var komið við á kaffihúsi til að sýna þeim kökuúrvalið þar og bragða á hnallþórum. Þeim fannst verðið fyrir veitingarnar ótrúlega lágt í samanburði við Ísland.
Nú er ég loks kominn með nothæfan íslenskan talgervil í nýju tölvuna mína, þetta er að vísu eldri útgáfa af talgervli og hljómar ekki vel, en gerir mér engu að síður kleift að nota tölvuna. Þeir sem sáu um að útvega leifi fyrir þennan talgervil vildu ekki leita eftir leyfi fyrir þennan talgervil töldu það þíðingarlaust þar sem nýrri talgervill vann ekki með Vista. En þegar mér tókst loks að nudda þeim til að fá leifi til að nota þetta virkaði talgervillinn strax, þvílíkur léttir fyrir mig, þó röddin sé ekki sú besta í heimi, þá venst hún.
27 júní 2007
Góðir gestir
Veður: 6,8°/28,7° heiðskírt.
Náðu í kassa. Nei þessi er of stór, finndu minni kassa, er þessi góður, nei hann er líka of stór, en þessi er hann mátulegur, já þessi er góður. Finndu slaufu í skreytingu á pakkann, hvernig finnst þér þessi, hún er ómöguleg, ég bý bara til slaufu. Að þessu samtali urðum við vitni í morgunn þegar við fórum í búð í Albergaria til að kaupa lítilræði til að gefa dóttur minni í afmælisgjöf. Það er svo þröngt í þessari verslun að ósjálfrátt dregur maður inn magann áður en farið er inn til að riðja nú engu um koll. Við þekkjum nokkuð vel kaupkonuna í þessari verslun og hún sagði okkur að samtalið sem ég sagði frá hér fyrir ofan hafi verið á milli unglinga sem eru í starfsþjólfun hjá henni á vegum skólans í bænum. Stúlkan var ansi ákveðin og röggsöm og sneri stráknum í kring um sig eins og hræddum rakka, það var skondið að sjá þetta.
Nú eru komnir góðir gestir í kotið, dóttir mín ásamt eiginmanni ogsyni þeirra, svo nú verður ekki skrifað meira í þetta sinn. Ætla að njóta þess að vera með mínu fólki.
26 júní 2007
25 júní 2007
24 júní 2007
Afmæli
Veður: 11,2°/26° skýjað.
Aðalverkefni dagsins í dag hjá okkur var að fara á kaffihús og samfagna með afmælisbörnum í fjölskyldunni, sem áttu afmæli í vikunni sem var að líða. Víkingur sonarsonur minn varð fimm ára þann 21. Og Bjarni „littli“ bróðir minn varð 61 árs þann 23. Við höfum nú farið á kaffihús af minna tilefni en tvöföldu afmæli. Það er eiginlega alveg makalaust hvað þessi systkini mín eru að verða gömul, systir mín að nálgast áttrætt og bróðir minn kominn á sjötugsaldur. Getur nokkuð verið að ég sé að byrja að reskjast?
Frá ferðalagi til Setubal
23 júní 2007
Ferðalag
Veður: 7,5°/28,9° léttskýjað.
Við komum, heim í gærkvöldi eftir ánægjulegt ferðalag til Setubal og nágrennis. Setubal er rétt sunnan við höfuðborgina Lisboa. Við lögðum af stað á miðvikudagsmorgunn og vorum komin til Setubal klukkan tvö, en þetta eru ekki nema þrjú hundrup kílómetrar að fara. Við notuðum síðdegið til að skoða okkur um í bænum. Það eru skemmtileg svæði í gamla miðbænum, en þar skammt frá eru líka svæði sem virðast vera í algjörri niðurníðslu, svo er eins og gengur í bæ með yfir eitthundrað þúsund íbúa stór blokkarhverfi. Fyrir vestan Setubal er fjallendi sem heitir Arrabita og það skoðuðum við næsta dag. Hluti af þessu svæi er þjóðgarður, enda víða mikil náttúrufegurð á þessu svæði. Við gistum tvær nætur á IBIS hóteli og líkaði mjög vel.
Á heimleiðinni völdum við leiðina þannig að við fórum eiginlega um hlaðið hjá Jónínu til að geta heilsað upp á hana og séð hvernig búskapurinn hjá henni gengi. Jónína bauð okkur út að borða á veitingastað sem er nálægt heimili hennar og þar fengum við mjög góðan mat og þjónustan var líka til firirmyndar.
Í dag er svo búið að þvo þvott, vinna í garðinum, fara í búðir og sitthvað fleirra skemmtilegt. Það er gaman að fara í ferðalag og breyta til, en það er sem betur fer líka mjög gott að koma heim til sín aftur.
19 júní 2007
Ferðalag
Nú verður stutt hlé á veðurlýsingu hjá mér, því við ætlum að bregða okkur í ferðalag til Setubal
18 júní 2007
Veður
17 júní 2007
Þjóðhátíð
Ég vona að allir hafi átt ánægjulegan hátíðardag í tilefni þjóðhátíðarinnar. Við vorum svo heppin að Jónína þáði boð okkar um að koma og halda upp á daginn með okkur. Hún og Þórunn brugðu sér í gróðrarstöð í morgunn og áttu þar góða stund við að skoða blóm og annað það sem fyrirfinnst á slíkum stað. Mér var trúað fyrir að elda á meðan þær sinntu þessum embættisverkum og ég var mjög ánægður með það hlutskipti mitt.
16 júní 2007
15 júní 2007
Arfast
Ég var að arfast í dag, því arfinn tók góðan vaxtakipp eftir rigninguna og það hesur losnað um moldina við vætuna, svo auðveldara er að ná illgresinu upp með rótum.
14 júní 2007
Þórunn sjö ár í Austurkoti
Það var haldið upp á merkisafmæli hér í austurkoti í dag, því nú eru liðin sjö ár frá því Þórunn flutti hingað og oft hefur verið gerður dagamunur af minna tilefni en þessu. Það hittist bara svo illa á að Þórunn er hálflasin af kvefi, en hún harkaði af sér svo við gátum farið út að borða í tilefni dagsins og í gær var keyptur blómvöndur af þessu góða tilefni.
13 júní 2007
Dagur heilags Antoniusar
Það er dagur heilags Antoniusar í dag og þar sem okkar hluti af þessum bæ heitir í höfuðuð á þeim góða dirlingi, eins og raunar ótal mörg önnur bæjarfélög hér í landi þá var messað í kapellunni hans hér í kvöld. Það er líka venja að þennan dag fara skólabörnin hér í dalnum í skrúðgöngu frá skólanum að kapellunni og síðan dansa þau smástund fyrir framan kapelluna. Ég á von á að þessari skrúðgöngu hafi verið aflýst vegna rigningarinnar. Börnin eru örugglega vonsvikin yfir þessu, því þau eru búin að leggja vinnu í að útbúa búninga til að skarta í þennan dag. Svona getur veðrið sett strik í reikninginn jafnvel hér, en nú er orðið langt um liðið síðan rignt hefur hér að gagni fyrr en í dag.
12 júní 2007
11 júní 2007
Dixeland
Í gær fórum við í bæ sem heitir Cantanhede og er 50 km. til suðurs frá Austurkoti, en Austurkot er að sjálfsögðu nafli alheimsins. Í þessum bæ er búin að vera alþjóðleg dixiland músik hátíð í þrjá daga og við hefðum sennilega drifið okkur á einhveja tónleika þarna ef ég hefði ekki verið með kvef. Í dag var semsagt lokadagurinn og þá var heljarmikil skrúðganga um götur bæjarins. Gangan byrjaði ekki fyrr en klukkan fjögur, svo okkur fannst alveg tilvalið að fá okkur að borða í bænum á meðan við biðum eftir því að gangan hæfist. Það er alltaf eins þegar veriið er á ókunnugum slóðum að maður hefur ekki glóru um hvar á að leita að matsölustað, svo við lögðum bílnum og röltum af stað og vorum heppin, því fljótlega hittum við mann á förnm vegi sem við spurðum hvar hægt væri að fá matarbita í þessum bæ. Sá var ekki lengi að bjarga okkur út úr þessum vanda, hann gekk með okkur nokkur skref fyrir næsta húshorn og benti þar á gult hús sem hann sagði að hýsti góðan veitingastað og sú fullyrðing mannsins stóðst alveg, því gómsætari nautalundir hef ég varla bragðað, en ostatertan sem við fengum í ábæti var ekki eins góð, en þá er maður bara ekkert að spá í hana en hugsar um lundirnar. Það hagar svo til þegar komið er inn í þetta veitingahús að á jarðhæðinni er komið inn í bar, en svo er líka stigi upp á fyrstu hæðina og þangað völdum við að fara fyrst, þar var þá mjög stór salur og sennilega ein þrjú einkasamkvæmi þar á sama tíma, bara aðskilin með lausum skilrúmum. Við létum eiga sig að gerast boðflennur þarna, en snerum aftur niður á jarðhæðina, þar var þá mjög stór veitingasalur fyrir innan barinn og það var svo mikið að gera að við þurftum að bíða smástund eftir að það losnaði borð.
Það var mikill fjöldi fólks sem tók þatt í skrúðgöngunni, margir flokkar af stúlkum frá sex ára aldri og til gjafvaxta kroppa í klæðnaði frá fyrri hluta tuttugustu aldar og þær sýndu Charleston dans við undirleik lúðrasveita. Mér fannst nú tæpast við hæfi að hafa svona ungar stelpur í að sýna svona sexý dans, en þær dönsuðu af mikilli einbeitni og innlifun eigi að síður. Það hefur örugglega hver einasta pía í þessum bæ teki þátt í að sýna dansinn svo margar voru þær.
Eftir dansflokkunum komu svo hestar og hestvagnar, gömul reiðhjól og reiðhjólafígúrur, gömul mótorhjól og að síðustu fornbílar. Lestina ráku svo sóparar bæjarins með sína kústa tilbúnir að þrífa göturnar eftir hátínina.
Þetta var semsagt ágætis skemmtun að fara þetta.
Smellið á Myndir hér til hægri til að sjá myndir frá skrúðgöngunni.
10 júní 2007
veður
Dixland skrúðganga
09 júní 2007
08 júní 2007
07 júní 2007
06 júní 2007
Salat
05 júní 2007
Hvaða planta er þetta?
04 júní 2007
Sumarhegðun
Nú er komin sumarhegðun á íbúana í Austurkoti. Farið út að vinna í garðinum á morgnana, en um miðjan daginn á meðan heitast er úti er sest við tölvurnar til að lesa blöðin og leika sér í tölvunni.
Bræður Þórunnar og þeirra konur fóru frá okkur í gær eftir allt of stuttan stans hér, en þar sem þau ætluðu að skoða sig um á heimleiðinni meðal annars að líta við í París gátu þau ekki verið hér nema í þrjá daga. Þó við hefðum gjarnan viljað að þau stönsuðu lengur hér, þá erum við þakklát þeim fyrir að leggja á sig að aka þessa löngu leið frá Gautaborg til okkar fram og aftur, það er talsverð vinna. Við vonum að þau verði heppnari með veður á heimleiðinni, en á leiðinni hingað en þá fengu þau einum of mikla rigningu, svo þau þurftu að þurrka tjaldvagninn sinn á meðan þau voru hér.