Veður: 7,5°/28,9° léttskýjað.
Við komum, heim í gærkvöldi eftir ánægjulegt ferðalag til Setubal og nágrennis. Setubal er rétt sunnan við höfuðborgina Lisboa. Við lögðum af stað á miðvikudagsmorgunn og vorum komin til Setubal klukkan tvö, en þetta eru ekki nema þrjú hundrup kílómetrar að fara. Við notuðum síðdegið til að skoða okkur um í bænum. Það eru skemmtileg svæði í gamla miðbænum, en þar skammt frá eru líka svæði sem virðast vera í algjörri niðurníðslu, svo er eins og gengur í bæ með yfir eitthundrað þúsund íbúa stór blokkarhverfi. Fyrir vestan Setubal er fjallendi sem heitir Arrabita og það skoðuðum við næsta dag. Hluti af þessu svæi er þjóðgarður, enda víða mikil náttúrufegurð á þessu svæði. Við gistum tvær nætur á IBIS hóteli og líkaði mjög vel.
Á heimleiðinni völdum við leiðina þannig að við fórum eiginlega um hlaðið hjá Jónínu til að geta heilsað upp á hana og séð hvernig búskapurinn hjá henni gengi. Jónína bauð okkur út að borða á veitingastað sem er nálægt heimili hennar og þar fengum við mjög góðan mat og þjónustan var líka til firirmyndar.
Í dag er svo búið að þvo þvott, vinna í garðinum, fara í búðir og sitthvað fleirra skemmtilegt. Það er gaman að fara í ferðalag og breyta til, en það er sem betur fer líka mjög gott að koma heim til sín aftur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli