04 júní 2007

Sumarhegðun

Veður: 10,8°/33,4° heiðskýrt. Í gær var þokuloft fyrstur klukkustundir dagsins, en léttskýjað síðdegis.
er komin sumarhegðun á íbúana í Austurkoti. Farið út vinna í garðinum á morgnana, en um miðjan daginn á meðan heitast er úti er sest við tölvurnar til lesa blöðin og leika sér í tölvunni.
Bræður Þórunnar og þeirra konur fóru frá okkur í gær eftir allt of stuttan stans hér, en þar sem þau ætluðu skoða sig um á heimleiðinni meðal annars líta við í París gátu þau ekki verið hér nema í þrjá daga. Þó við hefðum gjarnan viljað þau stönsuðu lengur hér, þá erum við þakklát þeim fyrir leggja á sig aka þessa löngu leið frá Gautaborg til okkar fram og aftur, það er talsverð vinna. Við vonum þau verði heppnari með veður á heimleiðinni, en á leiðinni hingað en þá fengu þau einum of mikla rigningu, svo þau þurftu þurrka tjaldvagninn sinn á meðan þau voru hér.

Engin ummæli: