28 júní 2007

Hlaupið, Hjólað

eður: 8,9°/25,9° Þoka framundir hádegi, en léttskýjað síðdegis.

Við erum búin að njóta þess að vera með Ingu Dóttur minni og Ingólfunum í dag. Inga og Ingólfur stunda hlaup af miklum krafti og eftir morgunkaffi fórum þau að hlaupa og við fórum með þeim, en ekki á tveim jafnfljótum, nei við völdum auðveldari leið og fylgdum þeim eftir á hjólunum ásamt Ingólfi Páli. Ég reyni að setja inn mynd sem tekin var við þetta tækifæri.
Síðdegis fórum við svo me þeim í ökutúr til að sýna þeim nágrennið. það var komið við á kaffihúsi til að sýna þeim kökuúrvalið þar og bragða á hnallþórum. Þeim fannst verðið fyrir veitingarnar ótrúlega lágt í samanburði við Ísland.

Nú er ég loks kominn með nothæfan íslenskan talgervil í nýju tölvuna mína, þetta er að vísu eldri útgáfa af talgervli og hljómar ekki vel, en gerir mér engu að síður kleift að nota tölvuna. Þeir sem sáu um að útvega leifi fyrir þennan talgervil vildu ekki leita eftir leyfi fyrir þennan talgervil töldu það þíðingarlaust þar sem nýrri talgervill vann ekki með Vista. En þegar mér tókst loks að nudda þeim til að fá leifi til að nota þetta virkaði talgervillinn strax, þvílíkur léttir fyrir mig, þó röddin sé ekki sú besta í heimi, þá venst hún.

Engin ummæli: