Veður: 6,8°/28,7° heiðskírt.
Náðu í kassa. Nei þessi er of stór, finndu minni kassa, er þessi góður, nei hann er líka of stór, en þessi er hann mátulegur, já þessi er góður. Finndu slaufu í skreytingu á pakkann, hvernig finnst þér þessi, hún er ómöguleg, ég bý bara til slaufu. Að þessu samtali urðum við vitni í morgunn þegar við fórum í búð í Albergaria til að kaupa lítilræði til að gefa dóttur minni í afmælisgjöf. Það er svo þröngt í þessari verslun að ósjálfrátt dregur maður inn magann áður en farið er inn til að riðja nú engu um koll. Við þekkjum nokkuð vel kaupkonuna í þessari verslun og hún sagði okkur að samtalið sem ég sagði frá hér fyrir ofan hafi verið á milli unglinga sem eru í starfsþjólfun hjá henni á vegum skólans í bænum. Stúlkan var ansi ákveðin og röggsöm og sneri stráknum í kring um sig eins og hræddum rakka, það var skondið að sjá þetta.
Nú eru komnir góðir gestir í kotið, dóttir mín ásamt eiginmanni ogsyni þeirra, svo nú verður ekki skrifað meira í þetta sinn. Ætla að njóta þess að vera með mínu fólki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli