14 júní 2007

Þórunn sjö ár í Austurkoti

Veður: 15,5°/25,5°, úrkoma 58 mm.skýjað. Í gær var ég búinn gefa upp 10 mm. úrkomu og í gærkvöldi og nótt bættust við 58 mm. Svo þetta var verulega góð úrkoma og kemur sér vel fyrir gróðurinn.

Það var haldið upp á merkisafmæli hér í austurkoti í dag, því eru liðin sjö ár frá því Þórunn flutti hingað og oft hefur verið gerður dagamunur af minna tilefni en þessu. Það hittist bara svo illa á Þórunn er hálflasin af kvefi, en hún harkaði af sér svo við gátum farið út borða í tilefni dagsins og í gær var keyptur blómvöndur af þessu góða tilefni.

Engin ummæli: