Ferðalagið hingað til Portúgals í gær var reglulega þægilegt, en tók nokkuð langan tíma. Við fórum í loftir í Keflavík 7,15 og vorum komin hingað heim 22,30.
Mikið var nú gott að sjá gamla kotið sitt án ý eftir svona langa fjarveru og að allt var i góðu lagi, það var að vísu ansi kalt inni aðeins 14° en það var fljótt að lagast eftir að við settum hitanirnar í gang. Það er líka allt í góðu lagi í garðinum, þarf bara að snyrta aðeins, en haustið er góður tími til að fara frá garðinum, því þá er gróðurinn farinn að hægja á sér og sumt er að undirbúa sig fyrir vetrarfrí.
Það er alltaf gott að vera kominn heim á ný hvar svo sem það heim er, þetta fann ég sterklega í dag þegar mér fannst gott að heyra gjammið í hundum hér í nágrenninu, sem getur stundum orði svolítið þreytandi þegar þeir gjamma út í eitt langtímum saman, en í dag var þetta gjamm partur af því að vera kominn heim og þá var bara gott að heyra það.
Svona leit út fyrir neðan appelsínutréð, en a' kemur ekki að sök, því það er mun meyra af appelsínum á trénu en við getum borðað.
1 ummæli:
gaman að heyra að heimkoman hafi verið ánægjulegt.
kveðja lorýa
Skrifa ummæli