21 nóvember 2007

Njóta dagsins í dag.

Ég fór til læknisins í dag til að fá að vita hver niðurstaðan var úr sýnatöku úr blöðruhálskirtlinum og þar fékkst staðfestur sá grunur sem blóðrannsókn gaf til kinna að það væri komið krabbamein í kirtilinn. Góðu fréttirnar eru að þetta er ekki alvarlegra en svo að það á að vera hægt að halda þessu í skefjum með lyfjagjöf og ég er nú þegar búinn að taka fyrstu töfluna. Svona til öryggis á ég að fara á morgun í beinaskan.
Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart og ég var eiginlega búinn að sætta mig við hana áður en ég fékk þetta staðfest og þar af leiðandi hefur þetta bara eiginlega engin áhrif á mig, bara eitthvað sem maður verður að lifa með og gera gott úr, halda sínu striki og njóta þess sem dagurinn í dag hefur upp á að bjóða.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Palli.
Ég sendi þér mínar bestu baráttukveðjur og þakka fyrir góð orð í pisli þínum um Eyjar.
kveðja
Jóna

Nafnlaus sagði...

Baráttu kveðjur héðan frá Vopnafirði til þín og góða ferð heim í kot.
Gyða og co.

Páll E Jónsson sagði...

Ég þakka ykkur systrum fyrir góðar óskir, Það er alltaf mikilsvirði að finna góðan stuðning.
Kær kveðja
Palli