Veður: 5,4°/28,2° smávegis þokumóða í lofti.
Um helgina vorum við á Algave, fórum í pakkaferð, akstur gisting og fæði allt innifalið. Það var lagt af stað héðan klukkan fimm á laugardagsmorgunn og komið heim aftur um miðnætti á sunnudag, svo það má segja að helgin hafi verið nýtt til hins ýtrasta. Eftir matinn á laugardag var farið í fjölskyldugarð í Albufeira, en þar eru leiktæki og dýr til að skoða, höfrungar, selir og fuglar. Við fórum á sýningu þar sem höfrungarnir léku listir sýnar og það er alveg stórkostlegt að sjá hvað hægt er að kenna þeim og hvað þessi stóru og þungu dýr geta farið hátt í loft upp yfir vatnið og að fá fjögur dýr til að stökkva á sömu sekúndunni.
Páfagaukarnir léki líka ýmsar kúnstir, en ég sé ekki nógu vel til að greina hvað þeir voru að gera, höfrungarnir eru af heppilegri stærð fyrir mína sjón.
Ég ætla ekki að tíunda fleira sem við gerðum í þessari ferð, en að lokum verð ég að geta þess að við fórum í „járnbraut“, svona eins og víða er í borgum, dráttartæki með tvo vagna í eftirdragi og fer einhvern ákveðinn hring. Ég hef aldrei áður sest í svona farartæki, en verð að prófa aftur hvort þau eru öll svona hræðileg eins og þetta faratæki var. Þarna var setið á mjóum og hörðum bekkjum og bakið var svo lágt að það skarst inn í hrygginn á mér í stað þess að veita stuðning, plastið í gluggunum var svo matt að það sást lítið í gegnum það. Ekki alveg eins og vera ber í útsýnisferð
Hryllingslestin.
.
Klettar á ströndinni við Lagos
1 ummæli:
Það er líklega réttnefni á lestinni að kalla hana Hryllingslest. Við höfum einu sinni farið í svona lest og það er alveg hryllingur fyrir bakið. En mikið er gaman hvað þetta var fín ferð. Það er notalegt að fara í svona pakkaferð þar sem allt er skipulagt, ekkert þarf að hugsa um nema skoða sig um, borða góðan mat og sofa á hóteli.
Kær kveðja úr Salahverfinu þar sem þoka grúfði yfir í allan dag.
Skrifa ummæli