Veður: 7,8°/22,8° dálítið skýjað í dag, en samt góðar sólarstundir.
Ég sagði frá því fyrr í vikunni að ég hefði verið að klippa ofan af hekkinu hér á veröndinni og nefndi þá að það virtist vera orði nokkuð úr sér vaxið, en við ætluðum að sjá til hvort það lagaðist ekki. En í gærkvöldi var haldinn fundur í öldungaráðinu hér í Austurkoti og þar var samþykkt einróma að ráðast strax í að fjarlægja hekkið og setja blóm í staðinn. Einnig var ákveðið að hækka vegginn sem hekkið var við, svo ekki sjáist inn á veröndina frá tröðinni á milli nágranna okkar. Nú fyrst öldungaráðið var búið að samþykkja að ráðast í þessar framkvæmdir var ekki eftir neinu að bíða með að fjarlægja hekkið og eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan er verið að vinna á fullu í þessari stóru framkvæmd.
3 ummæli:
Það er ekki slegið slöku við frekar en fyrri daginn.
Kær kveðja frá okkur í Fensölunum með ósk um góða Hvítasunnuhelgi.
Rosalega líst mér vel á þetta, þetta verður svo miklu léttara yfir þessu á gróðursins, kveðja úr vatnagarðinum...jgk
Mér líst bara ansi vel á þessa framkvæmd hjá ykkur. Gaman verður að fylgjast með og sjá hvaða blóm koma í staðinn og hvernig ykkur tekst að byggja ofan á vegginn. Þið eruð nú meiri dugnaðarforkarnir. Gangi ykkur vel og hafi það gott um Hvítasunnuhelgina :-)
Kveðja
Áslaug og Þór
Skrifa ummæli