Veður: 10,4°/29,2° léttskýjað.
Eins og gerst hafi í gær, var kveðið í dægurlagatexta hér í denn, Þetta textabrot kemur oft upp í huga minn og meðal annars í dag þegar við Þórunn minntumst þess að í dag eru átta ár síðan hún flutti hingað í Austurkot. Mér finnst við hafa átt svo góða daga saman hér og þá finnst manni tíminn líða svo hratt að ósjálfrátt dettur manni í hug að það geti varla staðist að árin séu svona mörg, en þegar litið er á dagatalið blasa staðreyndirnar við.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli