Veður: 16,7°/29,3° léttskýjað.
Baðvogin okkar, sem er talandi, því ég sé ekki tölurnar sem birtast á skjánum hefur undanfarið verið að koma sér í mjúkinn hjá okkur með því að segja lægri tölu en okkur hefur fundist eðlilegt. Þórunn hefur verið hörð á því að þetta stæðist ekki, því fötin hennar segðu annað. Talandi baðvog gátum við hvergi fundið hér í verslunum, svo það var farið á netið og í dag kom ný vog í húsið alla leið frá Austurríki. Því miður reyndist grunur okkar um að sú gamla væri ekki alveg með fullum fimm vera á rökum reystur, því þessi nýja sýnir þá´vigt sem við héldum að ætti að vera. Nýja vigtin talar mjög skírt og það þíðir ekkert að þykjast ekki heyra almennilega það sem hún segir, því hún endurtekur tölurnar þrisvar sinnum auk þess sem skjárinn er með mjög stórum og skírum stöfum. Það verður fróðlegt að heyra tuðið í vigtinni í fyrramálið, við vorum búin að ákveða að fara út að borða á morgunn og því verður ekki breytt hvað sem vigtin segir.
Sú er ekki að reyna að koma sér í mjúkinn hjá manni þessi vog.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli