Veður: 8°/26,6° þoka í lofti fyrst í morgunn og meira að segja örfáir regndropar, en orðið léttskýjað um hádegi.
Það mjakast áfram hjá mér að mála vegginn í kring um garðinn hjá okkur og í dag lauk ég við að mála hann að innanverðu, en enn á ég nokkuð ómálað að utanverðu. Ég nota kalk á hluta veggjarins að innanverðu því hann er svo ósléttur sumstaðar. Þeir sem ráða veðrinu hér reyndu að taka mig á taugum í morgunn, því þegar ég var að ljúka við að kalka vegginn kom smávegis þokuúði, en sem betur fer var það svo lítið að það sakaði ekki.
Veggurinn nýmálaður, það verður nú að hafa falllega umgerð um rósirnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli