Veður: 12,7/35,3 léttskýjað.
Eins og sjá má á hitatölunum hér fyrir ofan er orðið vel hlýtt um miðjan daginn og ef eitthvað á að gera í garðinum er best að drífa það að morgni til eða á kvöldin. Það er oft mikill munur á hita hér í dalnum og niður við strönd, það sannreyndum við í dag. Þegar við fórum héðan var hitinn vel yfir 30°, en þegar við komum niður á strönd var bara 22° hiti og talsverð hafgola. Þessi hiti var í það minnsta fyrir mig svo við röltum aðallega um götur sem voru í skjóli fyrir hafgolunni. Það var líka fremur fátt fólk á ströndinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli