Veður: 7,6°/25,7° Léttskýjað fyrst í morgunn, síðan kom stutt tímabil með þunnri þokuslæðu á himni og síðdegis á ný léttskýjað.
Þegar ég var í skóla hér í þá eldgömlu daga sem flestir eru löngu búnir að gleyma, en samt sem áður man ég enn þegar ég las um kínverska múrinn og kennarinn útlistaði að hann væri svo stór að hann sæist meira að segja utan úr geimnum, þetta fundust mér vera undur og stórmerki. Þessu skaut upp í hug mér í dag þegar ég var að mála múrinn í kring um lóðina okkar , sá múr stenst auðvitað ekki samjöfnuð við kínverska múrinn, en sést samt utan úr geimnum eins og sagt var um þann Kínverska forðum daga. En að þessi litli múr hér skuli greinast á myndum utan úr geimnum segir mikið um framfarir í tækni að það skuli vera hægt að greina svona lítinn vegg á Google earth. Ég læt fylgja hér með eina mynd sem ég tók á jörðu niðri til að sýna hvernig múrinn var látinn sveigja eftir götunni, þegar hann var byggður fyrir meira en eitt hundrað árum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli