13 júní 2008

St. Antónío.

Veður: 12,3°/31,1° léttskýjað

13. júní er dagur heilags Antoníusar og þar sem þessi bæjarhluti heitir í höfuðið á þeim dýrlingi þá er haldin guðþjónusta í kapellunni sem heitir í höfuðið á honum. Að lokinni guðþjónustunni, sem hefst klukkan sjö síðdegis er farið í skrúðgöngu með líkneski af Antonío og Maríu um 200 metra leið að barnaskólanum og aftur að kapellunni. Á leiðinni eru kyrjaðar Maríubænir og sungnir sálmar. Gatan sem gengið er eftir er stráð blómum. Þegar kirkjuathöfninni er lokið koma börnin í leik og barnaskólanum í skrúðgöngu frá skólanum að kirkjunni við undirleik hljómsveitar. Það er engin hætta á að hljómsveitin ruglist í hvaða lag á að spila, því það er aðeins leikið eitt lag, sem er endurtekið í sífellu og þannig er það á hverju ári, hver sem hljómsveitin er.

2008-06-13 St.Antómíó 026 Hér eru þau Antónío og María á blómumskrýddum börum, sem þau voru borin á í skrðúðgöngunni. Þau fá bara að fara þessa einu ferð á hverju ári.

2008-06-13 St.Antómíó 006 Blóm á götunni.

2008-06-13 St.Antómíó 011 Hér er María í sinni árlegu reisu.

2008-06-13 St.Antómíó 017 Skólabörnin á leið sinni frá skólanum að kapellunni. Það voru saumaðir nýjir búningar á þau öll í ár.

 

 

 

 

Engin ummæli: