Veður: 31,9°/13,3° léttskýjað.
Verkefni morgunsins var að fjarlægja greinar af pálmunum, en það geri ég tvisvar til þrisvar sinnum á ári og þá tíu til tuttugu neðstu greinarnar hverju sinni. Pálmarnir eru dálítið sérstæð tré, því þeir koma með nýjar greinar inn í miðju, en svo loka þeir fyrir næringu í neðstu greinarnar og þá fúna þær mjög fljótt og detta þá af, en mér finnst svo ljótt að hafa visnað greinar að ég fjarlægi þær fljótlega eftir að þær fara að visna, en endinn sem er fjærst stofninum visnar fyrst.
Í dag buðum við nágrönnum okkar þeim Mathild og Manúel út að borða á veitingastað sem býður upp á hlaðborð í hádeginum með ódýrum og góðum mat. Þau hafa sig aldrei í að gera neitt líkt þessu til að fá tilbreytingu í hversdaginn, svo við ákváðum að kynna þeim þennan möguleika og þau voru mjög ánægð með þessa ferð og líkaði maturinn reglulega vel. Á eftir matinn var svo farið í búðarrölt, svona til að skoða, en lítið var verslað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli