Veður: 3,1/10,1° úrkoma 15,1 regn og haglskúrir í dag.
Þetta er átjándi veturinn minn hér í landi og sá „snjóþyngsti“ til þessa. Í dag gerði hressilegt haglél, svo það gránaði í rót og það er í annað sinn í vetur sem slíkt skeður. Hingað til hafa flestir vetur liðið án þess að eitt einasta snjókorn léti sjá sig hér.
Hér gefur á að líta fannfergið í dag og það leið heil klukkustund áður en það var horfið með öllu.
1 ummæli:
brrr... hjá okkur var sól og rok.
Skrifa ummæli