17 janúar 2009

Fyrsti sláttur 2009

Fyrsti sláttur 2009.

Veður: -0,3/15,8° smávegis þokumóða í lofti frameftir degi, en þykknaði upp undir kvöld

Síminn hérna í húsinu er bilaður, en búið að beina samtölum sem kunna að koma í farsímann. Sem betur fer er tölvutengingin í góðu lagi, svo þessi bilun bagar okkur lítið.

clip_image002

Hér sést sláttuvélin að afloknum fyrsta slætti á þessu ári. Þessi yfirferð með sláttuvélina yfir grasflötina var líka til að hreinsa upp lauf, svo nú er grasflötin orðin snyrtileg að sjá.

clip_image004

Það er gott að geta teygt sig eftir appelsínu á tréð ef maður verður svangur við sláttinn. Nú eru appelsínurnar orðnar safaríkar og fullþroskaðar, en það er liðinn mánuður síðan ég byrjaði að borða þær, en þá voru þær ekki orðnar alveg nógu safaríkar og svolítið súrar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Palli minn til hamingju með afmælið um daginn
Afmæliskveðjur
Áslaug og Þór

Páll E Jónsson sagði...

Áslaug og Þórþ
Kærar þakkir fyrir afmæliskveðjuna.
Kær kveðja til ykkar.
palli