Veður: 13° / 25° heiðskírt.
Morguninn fór í að þrífa húsið, svona eins og vera ber á laugardegi.
Þessi mynd er tekin á svölunum á íbúðinni sem Rósa og Geiri eru búin að taka á leigu. Útsýni yfir bæinn. Frá vinstri talið, Rósa, leigusalinn, ég og að síðustu Geiri.
Klukka níu létu Geiri og Rósa vita af sér, voru þá komin yfir landamærin frá Spáni inn í fyrirheitna landið Portúgal. Hingað heim til okkar voru þau svo komin klukkan hálf tólf.
Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með að fá þau hingað í nágrenni við okkur.
Eftir hádegið fórum við svo með þau til fasteignasalans til að skrifa undir leigusamninginn og greiða húsaleiguna. Þau þurftu að greiða tvo mánuði fyrirfram, þannig að þau eiga alltaf einn mánuð inni, þar til þau fara úr íbúðinni.
Því næst var að fara og tala við leigusalann, en þau hjón reka kaffihús í næsta húsi við íbúðina sem þau eru að leigja.
Þá var næst að skoða íbúðina og sem betur fer voru þau mjög ánægð með hana í alla staði, það er svolítið erfitt að velja svona fyrir aðra, en þau virðast vera sátt við þetta val.
Þar næst fórum við með þau til Aveiro til að athuga með ýmislegt sem þeim vanhagar um, svo sem þvottavé, ísskáp og hjónarúm. Það var samt ekki gengið frá neinu í þessari ferð, því þau voru ekki með nýja heimilisfangið með sér upp á að vita hvert á að senda vörurnar. Það verður gengið frá því á þriðjudag, því mánudagurinn er frídagur.
Þau eru mjög snögg að velja svo ekki sé nú meira sagt. Þau keyptu sér farsíma í ferðinni.
Þau vildu ekki þiggja að sofa hjá okkur í nótt, langaði að komast í sína eigin íbúð, þo þau séu ekki búin að fá búslóðina. Við lánuðum þeim rúmdýnur til að sofa á. Ég vona bara að þau sofi vel þarna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli