16 apríl 2006


Veður í dag: Alskýjað og nokkrir regndropar. 17°/12°
Þá er bretta upp ermar og byrja á dagbókinni sinni, það er búið taka nokkra daga koma henni af stað og tvisvar er ég búinn hætta við og henda öllu saman út aftur. Með góðri aðstoð Þórunnar tókst mér loks koma þessu af stað, en reynir á hvort ég hef þolinmæði til halda þessum skrifum áfram.
Það hlýtur vera gott hleypa svona verkefni af stað á sjálfan páskadaginn.
Við vorum annars búin ákveða fara í ferðalag í dag ef það yrði bjart og gott veður, en þar sem það var skýjað frestuðum við ferðinni þar til síðar í þessari viku. Þessi ferð var upphaflega ráðgerð til þess sjá möndlutrén í blóma, en það er víst í febrúar eða mars sem þau eru í blóma, svo við erum víst nokkuð seint á ferðinni, til sjá blómin. En landslagið þarna er eins allt árið svo það er allt í lagi fara þetta núna.
Jón Grétar vinur okkar á Spáni var í morgunn hjálpa okkur með skipta um vírusvörn í tölvunni hennar Þórunnar og fartölvunni. Hann er ótrúlega viljugur við hjálpa okkur með tölvurnar, ef eitthvað kemur upp á. Það eiginlega segja hann með tölvurnar í gjörgæslu. Þessu var ekki lokið fyrr en klukkan ganga tvö, svo páskaunginn sem var í bakar ofninum var orðin svolítið leiður bíða eftir því hann yrði borðaður. Ég held hann hafi verið orðinn hræddur um það hefði enginn list á honum. En maturinn bragðaðist vel, enda vorum við orðin verulega svöng. Til einhverja óhollustu fórum við á kaffihús og fengum okkur tertu og kaffi, sem hvoru tveggja bragðaðist mjög vel. Það er miklu betra fara á kaffihús og kaupa sér eina kökusneið, en vera baka heima og vera svo narta í kökur af og til. Svo er líka gaman sitja á kaffihúsi og virða fyrir sér mannfólkið sem þar er.
Það hefur gengið erfiðlega skrifa þetta, því bæði Ingibergur og Bjarni bróðir minn eru búnir hringja í mig á meðan á þessum skrifum stóð. Það var samt gaman þeir hringdu og gáfu sér tíma til spjalla við mig.

Engin ummæli: