20 júní 2008

´Bætist í leikfangasafnið.

Veður: 14,1°/32,7° þoka í lofti fyrst í morgunn, en síðan léttskýjað.

Nú er ég búinn að fá nýtt leikfang, sem mig hefur lengi dreymt um að eignast, en hefur verið neðarlega á forgangslistanum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir veðurfari og veðurspám og upp á síðkastið hef ég haldið dagbók yfir veðurfarið hér í Austurkoti. Nú sem sé lét ég verða af því að kaupa veðurstöð sem gerir mér kleift að fá nánari og nákvæmari upplýsingar um veðrið hér og færa það beint inn í tölvuna, þar sem gögnin eru aðgengileg hvenær sem er. Þarna er síriti fyrir hita og rakastig úti og inni, vindur, vindhraði og vindátt, loftþrýstingur og ótal matg sem áhugavert er fyrir veðurvita að kanna.

Veður 20. Einn af möguleikunum til að skoða í tölvunni.

2008-06-18 Veðurstöð 008 Innistöðin

2008-06-18 Veðurstöð 002 Vindmælirinn.

 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Palli minn. Nøu sendi øeg ykkur kvedju fra Danmorku tar sem vid dveljum nu i godu yfirlæti. Eg oska ter til hamingju med nyju vedurstodina tina. Tad verdur gaman ad fylgjast med vedurfrettunum fra ter.
God kvedja fra okkur Hauki til ykkar beggja.