07 júní 2008

Morgunstund gefur.............

Veður: 8,1°/31,2° léttskýjað.

Eins og ráða má af hitatölunum hér fyrir ofan er nú orðið notalega hlýtt hér um miðjan daginn og því eins gott að vera ekkert að drolla inni á morgnana, ef það er ætlunin að vinna úti við. Þar af leiðandi vorum við komin út til vinnu klukkan hálfníu í morgunn, Þórunn til að vinna við mósaíkkið á vegginn og ég til að ljúka við að mála vegginn í kring um garðinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Palli minn, það er alltaf nóg að gera þó kaupið sé lágt. Ég bíð spennt eftir að sjá vegginn hennar Þórunnar.
Kær kveðja frá okkur nýbúunum í Kópavogi.