Veður: 5,5/30,3° léttskýjað.
Í dag vorum við í túrhesta leik með gestum okkar þeim Kristínu og Eiði. Við skoðuðum háskólabæinn Coimbra, sem er mjög skemmtileg borg og margt þar til að skoða, eftirminnilegast var að skoða háskólabókasafnið. Frá Coimbra héldum við til Conimbrica til að skoða rústur frá þ´vi rómverjar réðu ríkjum í Portúgal, Þar eru varðveitt mjög falleg mósaíkgólf. Næsti viðkomustaður var svo Figueira do Foz og það var jafnframt síðasti viðkomustaður á þessu góða ferðalagi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli