Veður: 14/30,1° úrkoma 1,4 mm. Þessi úrkoma féll seint í gærkvöld og í morgunn, en í dag var að mestu léttskýjað.
Í gær ferðuðumst við inn í land um dali og fjöll, til mótvægis fórum við í dag niður að sjó. Það er orðið margt um manninn á baðströndunum núna, en enn fleira fólk verður að sóla sig þegar ágústmánuður gengur í garð. Ágústmánuður er aðal sumarleifismánuðurinn hér í landi. Læt fylgja neð nokkrar myndir til að sýna stemminguna við sjóinn í dag.
Hér nýtur fólk góða veðursins.
Veiðimennirnir slógu ekki slöku við, þó aflinn væri í engu samræmi við eljusemina.
Aðrir þutu um á hraðskreiðum bátum.
Vitinn fylgdist með öllu saman og gat sig hvergi hreyft.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli