27 júlí 2008

Góður dagur.

Veður: 13,1/31,2° úrkoma 0,7mm. skýjað í morgunn, en að mestu léttskýjað um miðjan daginn, þykknaði upp undir kvöld og náði meira að segja að rigna í kvöld.

Sunnudagsferðinni að þessu sinni var heitið til bæjar sem heitir St Comba Dao og auk þess að vera skemmtilegur og skoðunarverður bær með gömlum húsum tengist hann sögu Portúgals sterkum böndum, því í þessum bæ er síðasti einræðisherra Portúgals fæddur.

Eitt sinn þegar við vorum á ferð í þessum bæ borðuðum við á skemmtilegu veitingahúsi, sem staðsett var í gömlu húsi og var mjög sérstakt í útliti að innan. Við ákváðum að borða þarna aftur í dag, en komum þá að lokuðum dyrum og þegar við könnuðum málið kom í ljós að staðurinn er búinn að vera lokaður lengi. Þegar við spurðumst fyrir um annann veitingastað var mælt með stað sem er í sundhöll bæjarins og þangað héldum við. Þessi staður var hinn ágætasti og með fallegt útsýni yfir nágrennið, en var ekki eins eftirminnilegur og staðurinn í gamla húsinu. Maturinn og þjónustan var góð, þó umgjörðin væri önnur. Eftir matinn fórum við í skoðunarferð um bæinn, en völdum svo aðra leið heim en við komum til bæjarins. Ákváðum að koma við í bæ sem heitir penacova, því hann er í fallegu umhverfi upp til fjalla og útsýnið frá bænum er alveg frábært.

Kirkjan Horft að kirkjunni í St. Comba Dao.

2008-07-27 037 Útsýni af bæjartorginu í Penacova.

 

Engin ummæli: