02 júlí 2008

Úrkomumæling

Veður: 16,7/25,5° úrkoma 1,4mm. Að mestu skýjað fram eftir degi, en léttskýjað undir kvöld.

Þetta er fyrsta úrkomumælingin síðan ég fékk veðurstöðina með regnmæli og öllu tilheyrandi. Eins og sjá má á mælingunni er þetta mun nákvæmari mæling, en þegar ég var að setja tommustokk ofan í mælikerið og renna svo fingri niður eftir tommustokknum, þar til ég fann að fingurinn var kominn í vatnið og því næst lá leiðin til Þórunnar sem las af tommustokknum. Eins og gefur að skilja stenst þessi aðferð með tommustokk ekki samanburð hvað nákvæmni varðar við tölvutengdan regnmæli, en gerði samt sitt gagn.

Engin ummæli: