25 júlí 2008

Sumarfrí

Veður: 17,8/25,9° úrkoma 4,8 mm. Alskýjað.

Það er fremur sjaldgæft að það rigni hér í lok júlí, en samt sem áður er það staðreind að það rigndi í morgunn og svo gerði aðra skúr um hádegi. Sennilegasta skíringin á þessari óvæntu úrkomu er sú að vinkona okkar hér er á ferðalagi núna og það bregst varla að hún fái rigningu þegar hún fer í frí. Sumir virðast bara einfaldlega vera óveðurskrákur.

Í morgunn var síðasti leikfimitími fyrir sumarfrí og leikfimin hefst svo að nýju þann 4. September. Vonandi verð ég duglegur að hjóla og ganga á meðan fríið í leikfiminni er til að haldaa aðeins í horfinu með hreifingu.

Engin ummæli: