24 júlí 2008

Hrísgrjón

Veður: 12,5/30,9° smávegis skýjað af og til.

Í síðustu viku þegar við fórum í ferðalagið hér suður í land, þá ókum við eftir nýrri hraðbraut. Þessi hraðbraut er uppbygð á sama hátt og allar aðrar hraðbrauti, ýmist grafnar geilar ofan í hæðir eða byggðar brýr yfir heilu dalina. Á einum stað lá hraðbrautin meðfram og síðan yfir hrísgrjónaræktarsvæði. Ég hafði séð svæði hingað og þangað um landið þar sem eru ræktuð hrísgrjón , en gerði mér ekki grein fyrir að það væri ræktað á svona stóru svæði eins og ég sá þarna. Við ákváðum þegar við sáum þetta svæði að fara og skoða það nánar og það gerðum við í dag. Það var gaman að aka meðfram hrísgrjónaekrunum og geta farið út úrr bílnum og virt ræktunina fyrir sér í nærmynd. Það var ekki síður fróðlegt að aka undir hraðbrautina þar sem hún lá þvert yfir akurlendið og sjá hversu gríðarlegt mannvirki er þarna um að ræða.

2008-07-24 008 Hrísgrjónaræktun.

2008-07-24 007 Hrísgrjón og hraðbrautin yfir akurinn.

2008-07-24 011 Undir hraðbrautinni.

 

Engin ummæli: