Veður. 6,3°/15,7° úrkoma 7 mm. Skúrir fram yfir hádegi, en nokkuð bjart síðdegis.. Hitatölurnar sýna lægsta og hæsta hita hvers sólarhrings og venjulega les ég af mælinum á kvöldin.
Við fórum í búðarleiðangur í dag og það var margt um manninn í öllum búðum sem er ekki nema eðlilegt laugardaginn fyrir páska. Undarlegra fannst mér að sjá í gær föstudaginn langa voru flestar búðir opnar. Það kemur mér dálítið undarlega fyrir sjónir í þessu landi kaþólskunnar hvað lítið er gert úr helgihaldi föstudaginn langa, ég man þá tíð í mínu ungdæmi að það rétt leyfðist að draga andann þann dag og alls ekki að anda djúpt, það voru helgispjöll.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli