01 mars 2008

Framboð og eftirspurn.

Veður: 4,2°/23,7° þokuloft fyrst í morgunn, en eins og síðastliðna daga var orðið léttskýjað fyrir hádegi og hélst þannig út daginn.

Nú erum við búin að planta út fimm hundruð laukplöntum og segjum það nóg í ár. Verðið á laukplöntunum fer eftir framboði og eftirspurn, um daginn keypti Þórunn 300 laukplöntur og borgaði fyrir þær 8 € þá var mikið framboð af laukplöntum, en í morgunn voru bara til 200 laukplöntur og verðið fyrir þær var 9 € Svo kerlurnar sem eru að selja plöntur eru greinilega vel með á nótunum í verðlagningunni. Mér finnst raunar ótrúlegt hvað verðið á plöntunum er lágt, það getur varla verið að fólkið fái mikið fyrir sína vinnu við plönturæktunina.

Engin ummæli: