Veður: 3,2°/15,4° úrkoma 3 mm. Alskýjað.
Þá er það komið á hreint hvers vegna það hefur verið erfitt tíðarfar fyrir ræktun nú í vetur, komið næturfrost sem hefur farið illa með kartöflugrös og aðrar slíkar búsifjar. Skíringin er einföld, það er hlaupár og þess vegna er tíðin svona erfið, ekki nokkur vafi var mér tjáð í dag. Ég er samt ekki alveg sannfærður um að þetta sé rétt, finnst tíðarfarið bara svipað og hin þrjú árin sem ekki er hlaupár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli