14 mars 2008

Vorveður

Veður: 4,4°/27,5° léttskýjað.

Eins og sjá má á hitatölunum hér fyrir ofan var vorveður hér í dag, enda ekki nema ein vika í vorkomuna hér í landi, það er samt nokkuð í land með að hitinn hér verði jafn og stöðugur, en það eru óneitanlega farnir að koma notalegir dagar inn á milli. Að sjálfsögðu var svona gott veður notað til að vinna í garðinum, enda ekki amalegt að vinna innan um litfögur og angandi blóm.DSC05543

Hekkið á veröndinni fékk snyrtingu í dag, enda komið í sumarskrúðann, þó það felli ekki alveg laufið yfir veturinn verður það dálítið dapurlegt í skammdeginu, en tekur svo gleði sína á ný með hækkandi sól.DSC05547 Bóndarósin kann líka vel að meta sól og goott veður.

DSC05550 Túlípanarnir brosa líka breitt þessa dagana.

Engin ummæli: