Veður: 5,7°/21,1° léttskýjað.
Það hvessti hér í gær undir kvöld og var hvasst á okkar mælikvarða hér í alla nótt og fram á morgunn. Rafmagnslínur hér eru greinilega ekki hannaðar fyrir svona vind, því rafmagnir fór margsinnis af í gærkvöldi og eitthvað hefur verið rafmagnslaust í nótt. Í Austurkoti fuku nokkrar þakplötur af skýli sem upphaflega var gert til að hýsa brenni en er nú notað til að geima í hjólbörur, tætara og annað sem viðkemur garðinum. Sem betur fór fuku plöturnar ekki langt og eru nú aftur komnar á sinn stað og til öryggis búið að fergja þær með grjóti. Það eru til hérna granítstólpar sem notaðir voru til að styðja við vínviðinn, en hafa ekki haft neinu hlutverki að gegna síðan ég settist að hér, því ekki er ég að rækta vín, svo það er gott að finna þeim nýtt hlutverk, en ég verð að játa að það var nokkuð strembið fyrir mig að koma þeirri þyngstu þeirra á sinn stað.
Granítsúlurnar á þakinu. Trjágreinarnar eru á fíkjutré sem teygir sig inn yfir þakið á skýlinu. Þessi var mér talsvert erfið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli