21 mars 2008

Vorferð

Veður: 1,9°/21,7° léttskýjað.

Við erum smám saman að skoða landsvæði, hér í nágrenninu sem er hæfilega langt í burtu til að skoða á einum degi og í dag fórum við inn í land í átt til Spánar. Við erum margsinnis búin að fara framhjá þessu svæði eftir hraðbrautinni, en það er öðruvísi að fara eftir mjórri vegum í gegnum sveitir og þorp. Þetta svæði sem við fórum um í dag er við rætur Esterelafjallsins að norðan verðu og er nokkuð slétt. Þarna skiptist víða á heiðarland og ræktað land. Á þessum árstíma ber mikið á sópum, sem eru annaðhvort hvítir eða gulir og svo eru trén sem fella laufið að laufgast núna og þá er litur laufsins svo fallega ljósgrænn.Vorlitir

Gulur og hvítur sópur.

DSC05564 Ekki veit ég hvaða trjátegund þetta er, en nýútsprungið laufið er falllegt á litinn

DSC05560 Ljósmyndari að störfum

Engin ummæli: