11 júlí 2008

Svikahrappar.

Veður: 17,2/25,9° úrkoma 1,4 mm.skýjað fram eftir degi, en létti til undir kvöld.

Ég sagði frá því í gær að við værum kominn með kött í fóstur og að hann ætti að halda sig utandyra, en allir sem þekkja til katta vita að þeir vilja fara sínar eigin leiðir og erfitt að treysta þeim. Það hefur nokkuð oft komið fyrir að þeir litu hér inn ef þeir áttu leið um, ef eldhúsdyrnar hafa verið opnar,sem þær eru mjög oft á sumrin. Við höfum oft rætt um að fá eitthvert net eða spjald fyrir dyraopið að neðanverðu, til að geta haft opið út án þess að eiga á hættu að fá inn óboðna gesti og nú verður þeirri hugmynd komið í framkvæmd fljótlega. Þegar ég læsti eldhúsdyrunum í gær kvöldikom ég hvergi auga á kisa, svo ég litaðist lauslega um hér inni en sá hann ekki þar, svo ég taldi að hann hefði brugðið sér frá í embættisierindum, en svo reyndist ekki vera. Þegar ég kom inn á bað í morgunn mætti ég kisa með stýrið upp í loftið og ekkert nema vinskapurinn og sjálfsagt búinn að sofa vært hér inni í nótt. Það er greinilega ekki hægt að treysta honum frekar en öðrum köttum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætlaði að fara að "commentera" hjá henni Þórunni en gat ekki opnað fyrir það, svo ég varð að hætta við. Þú segir henni kannski frá því ef fleiri skyldu hafa lent í sama. Ég var samt að skoða í Firefox.
Kær kveðja til ykkar beggja,
Ragna